Lögreglan er of væg!!!

Stopp nú... Ég ætla að endurtaka mig enn og aftur...

Það er vaninn að lögreglan tekur síðan bara skírslur af fólkinu og sleppir því lausu svo það geti hlaupið uppá fjall aftur.

Veit einhver hver viðurlögin eru við að hlíða ekki skipun lögreglunar? Hvað myndi gerast ef ég stoppa ekki þegar Lögreglan er að taka mig fyrir of hraðan akstur?

Löglegan gaf fólkinu ákveðin tíma eftir að hún gaf skipanir áður en hún tók til verka, er yfirvaldið hrætt við að fá kvartanir um að of hart sé tekið á fólkinu? Saving Iceland er að þverbrjóta lögin og gerir hvað sem því dettur í hug og kemst ákveðið langt upp með það án frekari viðurlaga. Lögreglan á að vaða til verks og stoppa fólkið eins og hún gerir þegar einhver keyrir of hratt eða er að brjóta lögin. Hver líður það að fólkið geti stöðvað rándýra vinnu og haldið einhverjar áróðursfyrirlestur fyrir verkamenn.

Saving Iceland ber alla ábyrgð á þessum skrípalátum og ætti að bæta upp allan kostnað af vinnutapinu. Ég kvet þá sem

Ég velti því oft fyrir mér af hverju Lögreglan tekur svona ljúft á þessu fólki. Er ekki hægt að sekta fólkið stórsektum, loka það inni í ákveðin tíma og setja það á sakaskrá?


mbl.is Sjö mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástæðan fyrir því að lögreglan tekur svona vægt á þessu fólki er sú að réttur manna til að vekja athygli á náttúruspjöllum og mannréttindabrotum, er sterkari en réttur stórfyrirtækja til að eyðileggja náttúruna án truflunar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:45

2 identicon

Eyðileggja náttúruna? Er það ekki fulldjúpt í árina tekið?

Auðvitað eiga menn rétt á að mótmæla og koma umræðu í gang, en vitleysa eins og þessi frétt fjallaði um á ekkert skylt við vitræna rökræðu.

Náttúruvernd er mikilvægt málefni, eitt þeirra allra mikilvægustu, og við eigum ekki efni á að skemma fyrir málstaðnum með skemmdarverkum og þreyttum klisjum.

Er ekki hægt að gera eitthvað sniðugra í staðinn?

Þórarinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Réttur til lögbrota???
Hvernig má það vera að hægt sé að tala um að mótmælendurnir hafi "meiri" rétt, þau eru að brjóta lög og setja fólk í hættu.
Ég hef ekkert á móti því að fólk mótmæli þegar því finnst á því, eða öðrum, brotið. Það sem mér finnst ekki í lagi er þegar lög eru brotin til þess og fólk jafnvel sett í hættu.

Aðalsteinn Baldursson, 28.7.2008 kl. 17:01

4 identicon

Þórarinn, á hvaða hátt höfum við skemmt fyrir málstaðnum? Ef náttúruverndarsinnar hefðu skipt um skoðun vegna aðgerða Saving Iceland, væri þá ekki rökrétt að álykta að þeim hefði fækkað á undanförnum 4 árum? Staðreyndin er sú að andstæðingum stóriðju fjölgar stöðugt svo hvernig rökstyður þú þá fullyrðingu að við höfum skemmt fyrir?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Magnús Stefánsson

Höfundur

Björn Magnús Stefánsson
Björn Magnús Stefánsson

Ég er brottfluttur námsmaður sem fylgist gaumgæfilega með málunum heima. Ég er með fréttafíkn og leyni aldrei á skoðunum mínum.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband