RUGL...

Mér finnst alveg fáránlegt að þetta skuli vera orðin staðreynd með að gæslan er farinn að hunsa að leggja okkur borgurunum til Þyrlu þegar á þarf. Ég sé ekki hvernig þessi sparnaður er að þjóna okkur.

Hvers vegna var á þyrlan notuð í umferðar eftirlit nú í sumar? Það hefði verið hægt að reka 10 lögreglubíla í stað þess að nota þyrluna í klukkustund enda held ég að það beri miklu meiri árangur að hafa lögreglubílana á götunni heldur en fljúgandi lögreglumenn. Það kom í fréttunum fréttaskot þegar þyrlan var að elta uppi franskan ferðamann sem keyrði of hratt... Eitthvað hefur sá pakki kostað og ég efast ekki um að sektin hafi ekki dekkað þann kostnað.

En það sem ég er að koma með á framfæri er að þessi sparnaður liggur á kolröngum stað, nú er landhelgisgæslan farin að meina þyrlunni að sendast á hættulegar slóðir eftir lík mansins og ég man þegar Slökkviliðinu í Grindavík var meinaður aðgangur að slökkvifötunni fyrir um mánuði síðan. í srtaðin þurftu slökkviliðsmenn að burðast með allt draslið í marga klukkutíma til að geta slökkt eldinn en alltaf sagði þyrlan nei. En svo þegar sinubruni kemur upp í Öskuhlíð í RVK þá er það fyrsta sem gert er að þyrlan er ræst út til að slökkva... Þetta er alveg skandall og landhelgisgæslunni til skammar.

Ég skil ekki alveg þessa forgangsröð...

 


mbl.is Neituðu að senda Gæsluþyrluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn var ekki á lífi. Hann var dáinn! Þetta er rándýrt björgunartæki sem á að nota við björgun og eftirlit. Ekki til að ná í lík. Með fullri virðingu fyrir þeim látna.

ómar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 15:26

2 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Ég er alveg sammála því ómar.

En hver er kostnaðurinn af því að sækja látinn mann ef annar lætur lífið vegna erfiðra aðstæðna og leggja mikla áreynslu á björgunarmenn sem eru að leggja líf sitt á vogina og það í sjálfboðastarfi.

Ég hvet þig til að skoða myndbandið þegar gæslan var að elta Franska ferðamanninn á þyrlunni, mér finnst það alveg fáránlegt öfgadæmi.

Björn Magnús Stefánsson, 23.8.2009 kl. 16:08

3 identicon

Þetta með gæsluna og Frakkann var kannski svoldið eins og að taka með sér vélbyssu af stæðstugerð á Rjúpu! Enn lögreglan á auðvitað bara að eiga litla Bell vél til að vera í umferðareftirliti. Það eru notaðar þyrlur um allan heim við það og ekkert að því, enn ef menn geta samræmt æfingarflug með umferðareftirliti er það svo sem í lagi kannski

ómar (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 18:02

4 identicon

Þetta er skandall, á sama tíma og við borgum stórfé fyrir aðrar þjóðir að koma hingað og þjálfa heri sína. Og ljúga svo að þjóðinni að þeir séu að gæta loftrýmissins hér. Nei sá peningur ætti fyrir löngu að vera kominn í okkar Landhelgisgæslu og infrastuktur.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Magnús Stefánsson

Höfundur

Björn Magnús Stefánsson
Björn Magnús Stefánsson

Ég er brottfluttur námsmaður sem fylgist gaumgæfilega með málunum heima. Ég er með fréttafíkn og leyni aldrei á skoðunum mínum.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband