13.10.2008 | 13:52
Hvað gerðist?
Ég skil ekki alveg hvernig þetta hefur gerst?
Hann er greinilega að keyra upp Hólmahálsinn og í örlítilli beygju sem kemur á veginn þarna. Annað hvort hefur hann verið að mæta bíl og orðið að fara út í kanntin eða bara gleymt sér alveg í símanum og kannturinn hefur dregið hann útaf. Sjáum til hvað kemur út úr rannókninni... ég sé að Bjarni Lögga og Jónas Rannsóknarlögga eru mættir á staðinn...
Bið að heilsa öllum heima.
Kv. Bjössi
Olíubíll valt á Hólmahálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Magnús Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er klaufaskapur hjá bílstjóranum, þó vegurinn þarna sé bæði brattur og mjór.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2008 kl. 17:15
Vegurinn þarna akkurat á þessum stað er náttúrulega fáááránlega þröngur, og þá sérstaklega þegar maður er að mæta öðrum stórum bíl. Og segji ég þetta sem bílstjóri sem keyrði þarna á stórum bílum uppá næstum dag í 2 ár. Stutt frá malbiksbrún og að vegöxl og olíubíllinn var alveg fullur af olíu, nánar tiltekið 5000Lítrar og það eru jú 5tonn. Það þarf ekki mikið uppá að bíllinn fari aðeins of langt að brúninni til þess að kanturinn losni undan honum, þið sjáið nú á myndinni hvað það er virkilega stutt frá malbiki og að brún. Það þarf ekki að vera nema vindkviða eða rás í malbikinu til að ýta honum aðeins til hliðar. Og Bjössi, óþarfi að segja að hann hafi gleymt sér í símanum þegar þú veist ekkert um það ;)
Kv. Kristján
Kristján (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:27
Ég keyrði þarna um í 4 ár á enn þyngri bíl. Maður þarf að vera vel-vakandi þarna
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2008 kl. 18:22
Já sæll... það er sko alveg greinilegt að hönterinn sé mættur þarna á svæðið maður sér það sko langar leiðir... hehe... en samt sammála með það að þetta er ógeðslegur vegur og því miður þurfum við að keyra hann allavega ár í viðbót...
Berglín Sjöfn Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.