Hér búa 500 Íslendingar...

Í dag þegar ég mætti þarna um klukkan 15:00 voru um 50 manns mættir í biðröð og það voru MIKLU fleiri á leiðinni. Ég er viss um að á annað hundrað hafi orðið frá að hverfa sem ætluðu að kjósa í dag.

Ræðismaðurinn sat einn þarna var búinn að afgreiða 3 manneskjur á heilum klukkutíma og sagðist vera stífur á því að fara heim til sín klukkan fjögur, þá sagðist hann ætla að afgreiða 10 fleiri en allir hinir fóru þá heim. Það var hörkumæting hjá okkur öllum en einungis örfáir fengu tækifæri til að kjósa og auðvitað verður maður reiður þegar svona ber að garði.

Auðvitað mæti ég aftur á morgun til að kjósa en það er ljóst að margir þeir sem tóku sér frí frá vinnu og skóla geta ekki mætt aftur á morgun. Þarna töpuðust nokkur atkvæði og hvert atkvæði telur, en ég þakka sjálfstæðisflokknum fyrir snögg viðbrögð þegar ég hringdi í dag til Valhöll.

Já ég mun kjósa XD 

 

 

 


mbl.is Urðu að snúa frá í Horsens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Hermannsson

hehehehehe

hringja í valhöll:)

heldurðu kannski að það hafi eitthvað að segja að ég hafði bara samband beint við blaðamann á morgunblaðinu Bjössi minn.......???

Ragnar Hermannsson, 20.4.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Nei alls ekki enda var ég ekki að segja það heldur Ragnar...

En þegar ég hringdi í dag var strax hringt hringt í Utanríkisráðuneytið og þeim var tilkynnt þetta. Nú er búið að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig ekki á morgun, hverjum sem það var svo að þakka.

Það verður að láta þessa menn þarna heima vinna fyrir atkvæðunum.

Björn Magnús Stefánsson, 20.4.2009 kl. 18:20

3 Smámynd: Ragnar Hermannsson

hehehe.....

allt er gott sem endar vel;).

fannst bara merkilegt hvað þið sjálfstæðismenn viljið alltaf meina að það sé allt ykkur að þakka;)

Ragnar Hermannsson, 20.4.2009 kl. 18:23

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Leiðindaklúður! Gangi þér vel að koma þínu atkvæði til skila :)

Héðinn Björnsson, 20.4.2009 kl. 18:54

5 identicon

Sumir læra aldrei (neitt) af fortíðinni. En hverjum er það að kenna? Eilíitið aumt af þér að kjósa D, eins konar framfarafælni séð fra minum bæjardyrum.

Eitt er að vera áhorfandi og hitt að vera þátttakandi. Ef þu ert í baunaveldinu, taktu eftir fasi yfirbaunans. Yfirbauninn verður að hafa vald, en hefur ekkert nema vald yfir lokunartima og notar ospart a ykkur. Sér-Danskur osiður þar. Ef þetta er alvoru yfirbauni, þá hefur hann ekkert heyrt fra Islandi varðandi kvartanir og það sama uppi a borðinu a morgun. Hvað segja menn i Valhöll þá? Kjóstu rétt í þetta sinn.

Ef þu heldur að simtal i Valhöll breyti eðli baunans, þá ertu enn vel blautur á bak við eyrun. Ekki hygla domgreyndarleysinu.

nicejerk (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Magnús Stefánsson

Höfundur

Björn Magnús Stefánsson
Björn Magnús Stefánsson

Ég er brottfluttur námsmaður sem fylgist gaumgæfilega með málunum heima. Ég er með fréttafíkn og leyni aldrei á skoðunum mínum.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 304

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband