Bíddu nú við...

Vóóó...

Mig langar að bera saman bækur hérna, 
Ég ætla ég að bera þessi mótmæli Ásmunds við Saving Iceland mótmælinn.

474767AHérna á ferð er einn maður frá Sandgerði að mótmæla íslenska veiðistjórnunarkerfinu. 

Hann mótmælir með því að fara á veiðar sem eru stöðvaðar samstundis af yfirvöldum. Nú er búið að innsigla bátinn svo að hann geti ekki haldið mótmælunum áfram.

Búið mál...

 

Tek þó fram að ég styð málstaðin sem hann er að mótmæla, það er ekki til óréttlátara kerfi heldur en íslenska veiðistjórnunarkerfið.

 

Hvernig er með svo Saving Iceland hópinn...straumsvik


Þau fá ítrekað að halda áfram mótmælunum og hlekkja sig við hvað sem þeim dettur í hug. Þau hafa komið aftur og aftur brjótandi lögin hvað á eftir öðru ásamt því að valda fólki lífshættu.

Af hverju hefur lögreglan ekki tekið jafnharkalega á þeim mótmælendum og stöðvað fólkið eins og það stöðvar Ásmund í sinni baráttu.

Þetta veldur mér smá hugarangri...

 

 

 

 


mbl.is Bátur Ásmundar innsiglaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Gunguskapur í löggunni. Annarsvegar er eldir maður sem auðvelt er að eiga við og hinsvegar eru ófriðaseggir sem þeim  stendur ef til vill ógn af.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 7.8.2008 kl. 19:26

2 identicon

Þau fá ekkert að halda sínum mótmælum áfram. Langoftast eru Saving Iceland liðar handteknir, kærðir og dæmdir fyrir þessar aðgerðir, ekki í þriðja sinn sem þeir taka þátt í aðgerðum, heldur það fyrsta. Við hinsvegar látum ekkert stoppa okkur varanlega, við höldum bara áfram þrátt fyrir allt þetta bögg. Svo er þetta lífshættukjaftæði harla máttlaus klisja. Geðbólgan í kringum SI hefur stafað af því að við vekjum athygli á óhæfu stórfyrirtækja en ekki af því að líf borgaranna sé í hættu.

Ég styð Ásmund fullkomlega, hann er að gera það sama og SI; þ.e. að beita borgaralegri óhlýðni, þar sem engin rök, og ekki einusinni tilmæli frá SÞ hafa virkað.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Magnús Stefánsson

Höfundur

Björn Magnús Stefánsson
Björn Magnús Stefánsson

Ég er brottfluttur námsmaður sem fylgist gaumgæfilega með málunum heima. Ég er með fréttafíkn og leyni aldrei á skoðunum mínum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband