Passa sig!!!

Áð mínu mati þá finnst mér ekkert vera að því ef einhverjir eyjapeyjar hjálpi til með að ferja fólk til Vestmannaeyja frá Bakkafjöru.

En menn verða að virða lögin. Þeir hefðu alls ekki átt að taka gjald fyrir flutninginn, þá eru menn líklega að brjóta lög og eru með því að setja sig í allt aðra stöðu heldur en einungis að ferja fólkið.

Ég vona að þetta mál verði skoðað til hliðsjónar að hlutir sem þessir gangi ekki út fyrir böndin en mér finnst þó að vægt ætti að taka á málum sem þessum. Öryggisál og annað verður að hafa í huga þegar viðskipti sem slík eru höfð í huga eins og í þessu tilfelli. En ef að ekkert gjald hefði verið tekið og fólkið einungis fengið frítt far þá hefði þetta verið bara gott mál. Fólk tekur sínar eigin ákvarðanir um hvort það hættir lífi sínu á trillu eða ekki.


mbl.is Lögregla rannsakar siglingar til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Sammála þér. Fólk á aldrei að fara í bát nema með björgunarvesti.  Hefði slys orðið, þá finnst mér að þessir bátsmenn verði að bera ábyrgð á farþegum sínum. Mig langar til að benda á átakanlegt sjóslys sem varð fyrir nokkrum árum út við Viðey. Mér er ekki kunnugt um að sá maður hafi fengið nokkurn dóm.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 6.8.2008 kl. 17:06

2 identicon

Mikið er ég sammála þér því mér finnst sjálfsagt að aðrir en einhver risabatterý s.s. eimskip og flugfélögin meigi dugga og svífa þarna á milli þessa örstuttu vegalengd. Sjálf á ég ættingja úti í eyjum og get ekki gert mér í hugarlund hversu marga ferðir ég hef farið með Herjólfi þessa fáránlegu og óþarflega löngu og vegalengd þegar ég er fljótari yfir á mótorbát úr Europris eða ekki nema hálftíma þegar herjólfur er 3 tíma.

En svo verður alltaf öryggi að velta á manneskjunni sjálfri og það öryggi sem er löglegt ekki ekki alltaf það öruggasta. Ég vona bara að eigendur þessarra báta haldi þessu áfram og noti það sem þeir hafa grætt í að fjárfesta í björgnarvestum og öryggisbúnaði. Ekki vil ég sjá að ríkið eyði krónu í afskipti á þessu því svona er bara verið að bjarga fólki því ég veit um fólk sofandi allslaust úti á bryggju eftir að farangur fór um borð í Herjólf en ekki fólkið sjálft.

Solla (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Erna, bara til að upplýsa þig aðeins um slysið við Skarfasker.

Jónas Garðarsson fékk dóm vegna málsins, manndráp af gáleysi minnir mig. Einnig minnir mig að dómurinn hafi verið tiltölulega þungur miðað við "manndráp af gáleysi", en það var örugglega vegna þess að það þótti sannað að hann hafi stýrt bátnum ölvaður og í þokkabót kenndi látinni manneskju um ófarirnar, konu sem engan veginn gat á nokkurn hátt varið sitt mannorð.

En með siglingar milli lands og Eyja, þá er það náttúrulega klárt mál að Herjólfur hefur einkaleyfi á  fólksflutningum á sjó á þessarri leið.  Svo skiptir engu máli hvort trillukarlinn taki gjald fyrir eður ei, hann er alltaf ábyrgur fyrir þeim sem hann er með um borð. Verði slys, tala nú ekki um manntjón, þá ber skipstjóri þess skips sem á við, alla ábyrgð.

Ívar Jón Arnarson, 7.8.2008 kl. 09:11

4 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Er bara búið að gefa sér að þetta hafi verið Eyjapeyji???

Sigþóra Guðmundsdóttir, 7.8.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Magnús Stefánsson

Höfundur

Björn Magnús Stefánsson
Björn Magnús Stefánsson

Ég er brottfluttur námsmaður sem fylgist gaumgæfilega með málunum heima. Ég er með fréttafíkn og leyni aldrei á skoðunum mínum.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband