21.8.2008 | 23:05
Of einfalt til að vera satt...
Jú það má vera að þetta sér satt og rétt og GÆTI hafa gerst, en þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þessa útgáfu og mér finnst hún of einföld til að vera sönn.
Það er eitthvað meira sem býr að baki, en ég trúi ekki heldur þessum samsæriskenningum.
Ráðgátan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Magnús Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta Bygging SJÖ er bara brandari .. komon..
þetta er svo mikill skáldskapur að hið hálfa væri nóg. Hvernig á hún að hafa hrunið af sjálfu sér ?
Brynjar Jóhannsson, 21.8.2008 kl. 23:18
Þeir ættu kannski að minnast á fréttina frá BBC sem fer í loftið og segir frá hruninu á turni nr.7 og hann stendur fyrir aftan fréttakonuna, frekar neyðarlegt.
Mæli með að fólk horfi á http://www.911rippleeffect.com/ þessa mynd sem segir svo margt um hvað 9/11 var mikið bull.
Ólafur Björnsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:24
augjós mistök hjá hönnuðum wtc7, þeir höfðu 13 hæðina með, hún varð óstöðug og byggingin hrundi, einfalt mál búsh boy
Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:40
Núna er komið í ljós að óþarfi er að sprengja svona byggingar niður ef þarf að losna við þær. Nóg að kveikja bara í þeim.
Alvarleg tíðindi fyrir CD fyrirtæki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2008 kl. 00:04
Það vill svo skemmilega til að við eigum einn íslending sem var í ranskónarhópnum við hrun tvíburatrunanna. Hann heitir dr. Hjörtur Þráinsson, hérna er smá BIO um hann sem ég fann. Ég veit þetta vegna þess að hann er náskyldur mér.
Ég ber 100% traust til hanns í þessum málum, hann var á staðnum strax og þetta átti sér stað. Ef hann segir no conspiracy þá er það nægilega gott svar fyrir mig, enda er hann doctor í þessum fræðum og fremstur okkar íslendinga. Hvaða hasmuni ætti hann svo sem að hafa að því að vera að covera eitthvað fyrir kanan, og ljúga síðan að fjölskyldu sinni?
Pétur Eyþórsson, 22.8.2008 kl. 00:13
Ekkert samsæri þarna á ferðinni. Til að trúa því, þá þarf fólk að trúa því að Bush stjórnin hafi á 9 mánuðum skipulagt og framkvæmt gífurlega vel heppnaða hryðjuverkaárás á eigið land og hafi náð að halda því leyndu æ síðan - og hafi svo eytt næstu 7 árum í að klúðra öllu sem þeir hafa komið nálægt.
Varðandi fyrirsögnina 'of einfalt til að vera satt', þá ber að hafa í huga rakblað Occams:
All things being equal, the simplest explanation tends to be true.
Sem á íslensku útleggst einhvern veginn svona:
Að öllu jöfnu, er einfaldasta skýringin yfirleitt sú rétta.
Þór Melsteð (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:35
en það er ekkert fútt í því.
miklu meiri saga á bak við það að segja að svo flókin skipulagsvinna sem þarfnast eitursnjallra manna til að framkvæma, er yfirþyrmandi stór, sé skipulögð af þeim sem samsæringarmennirnir halda fram að séu messtu hálvitar mannkyns og þekki ekki mun hægri hönd og vinstri fót.
Fannar frá Rifi, 22.8.2008 kl. 01:18
Mér finnst þetta aumkunarverð útskýring á hruni byggingarinnar...
Ég vil hvetja þig lesandi góður að gefa þér tíma til að horfa eða hlusta á http://www.zeitgeistmovie.com/. Kanski ekki vinsælt meðal vinnuveitenda, en þá bara heima eða hvar sem er, því það er ekki nauðsinlegt að horfa.
Þessi heimildarmynd er skipt í 3 hluta sem allir virðast tengjast á eithvern hátt.
Góða Skemmtun
Finnur Kári (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 01:20
Þór: Occhams Razor er ekki lögmál, heldur vinnuregla í nálgun rannsókna. Þessi skýring er annars sú langsóttasta, sem ég hef séð, svo rakhnífurinn nær ekki að skafa þetta kallinn minn.
Hvaðan kemur svo þessi fétt eiginlega? Þvílíkt þvaður. Byggingin hrundi inn í sjálfa sig á 4 sekúndum, sem þýðir að allt burðarvirki hennar þurfti að gefa sig á sama tíma. Engar sprengingar? Að vísu eru sögur um sprengingar, en það sem notað var heitir Themite, sem springur ekki, heldur brennir í sundur stálbita á sekúndubroti.
Thermite og afurðir þess hafa fundist í rykinu á svæðinu. Þess má einnig geta að allar rústirnar voru fluttar til kína með forgangshraði til endurvinnslu og er varla skrúfu að finna úr húsinu. Hvað höfðu þessir spekingar til að vinna úr? Videóum?
Þetta er áróðursbragð til að villa enn um fyrir fólkiHverjir hald a þeir að trú þessu?
Það má svo benda á að það er rangt, sem sagt er í fréttinni, að þetta sé fyrsta háhýsi sem hrynur af völdum eldsvoða. Tvær aðrar byggingar hafa hlotið sömu örlög. World Trade Center 1 og 2, þennan sama dag. (Og þar vantaði ekki sprengingarnar) Jáí fyrsta skipti í sögunni 3svar sama dag!
Ekki veit ég hver stóð á bak við þetta, enda er það óviðkomandi þessu í raun. Hér á sér stað atburður, sem opinberar skýringar hafa ekki dugað í ljósi vísindanna. Ekkert af því sem kemur hér fram er nýtt. Þetta hefur einnig komið fram hjá patríótunum hjá Popular Mechanics og allt verið hrakið. Skýrsla 911 nefndarinnar sleppti því raunar alveg að nefna þetta atvik og var haft mjög hljótt um það í fjölmiðlum af einhverjum ástæðum. Raunar hefur hið opinbera ekki rannsakað þetta mál enn enda byrjuðu þeir á að eyða öllum sönnunargögnum, áður en rannsókn var hafin.
Það eina sem efasemdarmenn eru að fara fram á er að málið verði rannsakað af hinu opinbera. Það hefur ekki gerst enn. Ekki var þessi rannsókn á þeirra vegum. Það fór raunar 10 falt meira í rannsókn á kynlífsskandala Clintons en í þennan stæst hamfaraatburð í sögu þessarar þjóðar. Það hefur verið bent á ótal missagnir og einkennileg óskýrð atvik þennan dag. Ríkistjórn Bush hefur virt það að vettugi til þessa dags að svara, rannsaka eða gefa skýringar við þeirru spurn. Á grunni þessa réðust þeir inn í tvö lönd, sem sannast hefur að engan þátt áttu í þessu og var það í raun vitað. (Sjá heimildarmyndir á mínu bloggi)
Er einhver að kaupa þetta? Finnst einhverjum þetta vera bara allt í fína??
Jón Steinar Ragnarsson, 22.8.2008 kl. 01:56
Jón Steinar, Finnur Kári og fleiri.
Skýringin á þessu er mjög líklega ákaflega einföld. Bandaríkjastjórn klúðraði flestu sem var hægt að klúðra í rannsókn sinni á þessu út af óskipulagsleisi, og yfirþirmandi beaurocracy sem týndi skjölum og sönnunargögnum á leið sinni upp kerfið eins og örðu sem þessi blessaða núverndi stjórn hefur gert (þó svo að ég telji að það sé ekki henni alfarfið að kenna í þessu tilviki).
Ef að eitthvað cover-up á sér stað er til þess að fela hversu lélegt og illa undirbúið kerfi bandaríkjanna var við svona vá.
Heldur fólk virkilega að þér séu svo hrikalega færir í sínu fagi að þeir geti blekkt heila þjóð, þar sem færustu vísindamenn frá mörgum löndum (m.a. íslandi ) komu á staðin dagin eftir slysið og ransökuðu málið, neiddu þá síðan til þess að fela og týna sönnunargögnum og koma með einhverja skýringu á málinu og þegja síðan yfir því alla tíð síðan við fjölskyldu og vini?
hmm......
Ætli það sé ekki betra eftir allt saman að fólk haldi að þeir séu HRIKALEGA gáfaðir og færir en bara smá vondir inni við beinið heldur en að þeir séu svona lélegir að þeir ekki einu sinni ransakað svona mál hvað þá að verja landið sitt?
Pétur Eyþórsson, 22.8.2008 kl. 02:17
Það skiptir litlu máli hverjir eru á staðnum til að rannsaka mál, ef rannsóknarmönnunum er meinaður aðgangur að sönnunargögnunum eins og var gert í New York. Stálinu úr turnunum var strax sett á vörubíla og svo beint í skip til Kína. Það var aldrei nein rannsókn.....
Enda var ekki hægt að standa í einhverjum rannsóknum á falli turnanna þar sem terroristarnir voru að senda Miltisbrand í póstinum til þingmanna USA, eins og fjölmiðlar kjömmsuðu nú á. Reyndar hefur það verið vitað síðan 2002 amk að Miltisbrandurinn kom frá her USA, en sú staðreynd birtist nú fyrir skömmu í fjölmiðlum bæði hér og í USA. Það var búið að kæra einhvern prófessorinn hjá efnavopnadeild USA fyrir það að hafa staðið fyrir Miltisbrands-árásunum.....en hann framdi "sjálfsmorð" nú nýlega. FBI sendi frá sér tilkynningu þess efnis að þeir séu full-vissir um það að prófessorinn hafi verið algjörlega einn að verki...ha ha og svo það að hann hafi líklega gert þetta til að vekja athygli á skorti á bóluefnum og bólusetningum ha ha ha. En lítið er nú umtalið.
Þennan dag (9/11)voru heræfingar í gangi hjá USA-mönnum, 3 að mig minnir, og var ma verið að æfa viðbrögð hersins við flugránum...hvað er hægt að gera ef flugvélum er rænt til þess að klessa á byggingar....en á meðan æfingunni stendur þá gerist bara einmitt það, vélum er rænt og stefnt á byggingar, en flugumferðastjórar og herflugmenn voru mjög ruglaðir í rýminu því menn voru ekki vissir hvort þetta væri ennþá bara æfing.......... svona gerast slysin ha ha. (Þess má einnig geta að það sama var í gangi í London þegar lestarsprengingin var 7/7, það var heræfing í gangi þar sem einmitt var verið að æfa viðbrögð við hugsanlegum terroristum með sprengjur, en svo bara gerist búmmið alveg óvart, svona gerast slysin)
Bush og fleiri hafa sagt að engin hefði getað ímyndað sér að einhver mundi ræna rellum til að fljúga á byggingar, en svoleiðis ummæli eru skondin þegar heræfingarnar eru hafðar í huga þar sem æfa átti viðbrögð við nákvæmlega þeim kringumstæðum, plús það að leyniþjónustur í Evrópu og ísrael höfðu marg reynt að vara USA-menn við þessum atburðum en á það var ekkert hlustað. Helsti sérfræðingur FBI sem fylgdist ma með bin laden og mið-austurlöndum hafði líka mikið reynt að vara stjórnvöld við, án árangurs. John P O´Neil hét hann. Hann varð svo þreyttur á því að ekki væri á hann hlustað að hann hætti hjá FBI, sem og margir fleiri gerðu seinna......hann tók við nýju starfi í öryggisgæslunni í Tvíburunum og fórst með þeim 11 sept eftir að hafa unnið þar í einn eða tvo daga.......
Það að stjórnvöld hafi ekkert vitað er lygi eins og lygin um miltisbrandsárásirnar
Opnið augun
Hlægilegt er að sjá menn styðja opinberu útskýringuna á 11. sept. og vitna í Occam því til stuðnings.......eins og opinbera lygasagan sé einfaldasta útskýringin á þessum atburðum...vegna þess að það er jú hin opinbera útskýring. Menn verða nú að drullast til þess að athuga aðrar útskýringar, og svo sérstaklega öll tiltæk sönnunargögn áður enn menn geta "skafið utan af sannlekanum" með Occam. Eða skilja menn ekki "all things being equal"? Og hvernig geta menn skilgreint eina útskýringu sem hina einföldustu, og vitnað í Occam til skrauts, án þess að hafa skoðað aðrar útskýringar, eða það sem mikilvægast er, án þess að hafa skoðað gögnin sem liggja að baki þessum sögum? Það er nú lágmark að kynna sér málefnið.símon (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 03:17
Hér er staðreynd. Það tekur færa verkfræðinga margar vikur að sjá svo um að bygging geti hrunið svona beint niður.
Ég trúi þessu ekki.
óli (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 07:35
Nú hef ég að vísu ekki lesið ssa 77 blaðsíðna skýrslu... en samkv. fréttinni þá er athyglisvert að þeir setja eld sem nánast einu orsök (virðist vera)
Þetta er athyglisvert vegna þess að mikið er búið að gera úr meintum skemmdum á byggingunni á undanförnum árum sem á að hafa orsakast af braki frá hruni WTC 1.
Svo virðist sem ekkert nýtt komi fram í rannsókninni til útskýringar sem tók 3 ár... ja nema að þeir virðast draga úr meintum skemmdum og hafna "fuel tank" kenningunni í kjallara sem mikið var talað um á tímabili.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2008 kl. 10:56
Þetta er náttúrulega ekkert flókið.
Eldur getur ekki gjöreytt massífum stálstrúktúr CD style. Það er bara einfaldlega ekki hægt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2008 kl. 14:58
Finnst sérstakt að sjá hjá mörgum hér að ofan sem finnst niðurstaða nefndarinnar svo ótrúleg, að helstu rök þeirra er "..að háhýsi hrynja ekki svona að sjálfu sér!". Mig langar að spyrja þessa sömu aðila:
Haldið þið að svona háhýsi standi svona upprétt bara af sjálfu sér?
Þegar burðarvirkið lætur í minnipokann fyrir aðdráttarafli jarðar vegna veikingar af völdum elds, er ekkert ótrúlegt við það að húsið falli beint niður, því það er jú stefna aðdráttaraflsins.
Verkfræðingar "eru margar vikur að sjá svo um að hús falli beint niður" þar sem þeir þurfa að tryggja að ekkert tjón verði á nálægum húsum af völdum hrunsins, en það var eflaust ekki eins snyrtilegt um að litast eftir hrun turns 7 að því leyti. Þeir þurfa að ábyrgjast snyrtilegt hrun sem þeir hafa stjórn á. Þeir geta ekki mætt og sagt "setjiði bara sprengju og dísiltunnu í miðjuna og látið vaða, húsið hrynur nokkuð örugglega beint niður svo lengi sem eldurinn dreifir sér sæmilega jafnt" Hins vegar er það samt sennilega tilfellið með svona há hús.
Hörður átti líklegasta flottasta kommentið varðandi þessa frétt samt:
http://vindbelgur.blog.is/blog/vindbelgur/entry/621610/
Hákon Halldórsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 15:37
Þetta snýst ekki bara um byggingu 7. Það eru svo mörg atvik á þessu degi sem passa ekki... Myndavélin sem snéri að þeirri hlið pentagon byggingarinnar sem sá "flugvélina" rekast á húsið sýndi enga flugvél, heldur bara sprengingu. Auk þess sem allar myndavélar í grendinni sem vísuðu á húsið voru gerðar upptækar... er svona agalega erfit að sýna þessar myndir? Fyrir utan það að flugvélin hvarf! Ég gæti talið endalaust upp en það kemur allt fram í Zeitgeist sem ég talaði um hér fyrir ofan! Horfið á þetta og spurjið ykkur spurninga. Við íslendingar erum þekkt fyrir að gera ekki rassgat þegar stjórnvöld hérna heima ljúga að okkur villt og galið. Mér finnst lámark að við leifum okkur að spurja spurninga um svona atvik sem hefur gjörbreitt öllum heiminum í dag.
Finnur Kári (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.