14.8.2008 | 16:21
Vesalings Borgarbúar!!!
Mér finnst að svona fíflaskapur ætti að vera með öllu ólýðandi innan borgarpólitíkurinnar.
Hvernig getur borgin dafnað og haldið sínu striki þegar borgarstjórnin er með þennan rembing sí og æ... Hnífstungur, svik og prettir vaða hvað eftir annað sem eyðir allri orku, metnaði og tilburðum til að gera einu borgina okkar að skemmtilegum stað til að búa á. Ég hef ekki getað fylgst með þessum málum nógu gaumgæfilega til að leggja mat á efnistökin en bara það að meirihlutahópar eru að pukra sig sundur og saman með lygilegustu ástæðum lýsir valdabaráttunni mikið.
Hvar er traustið, liðsheildin og metnaðurinn til að sinna borgarbúum en ekki komast sjálfum sér á stall... Er þetta það sem við viljum búa við?
Ég hélt að svona gerðist ekki á Íslandi, alltaf hélt ég að Íslendingar væru aðeins siðmenntaðri en aðrar þjóðir. En við erum í raun hrokagikkir og höldum að við erum yfir öllu hafin, hættum að þykjast vera eitthvað annað en við erum.
Kv. Björn M
Ólafur vildi Tjarnarkvartett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Magnús Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.