30.7.2008 | 17:05
ÖFUND!!!
Ég vildi óska að ég væri heima núna á Íslandi...
Það er ekkert fallegra heldur en sumarblíða á klakanum fagra, ég hef verið að segja strákunum hérna í vinnunni frá veðrinu og útskýra fyrir þeim að við hitum upp sjóinn á ströndinni í Nauthólsvíkinni með því að dæla heitu vatni í sjóinn...
Augun á þeim rúlla bara í hringi af hneykslun, þetta finnst þeim mesta sóun á vatni í heiminum haha
En ég vona að þið njótið þess vel þarna heima...
Ég er hérna í Chicago í um 32 stiga hita, það er mikill raki í loftinu og andardrátturinn þungur. Það væri skárra að vera í þurra loftinu heima að leika sér á kajak eða labba um fjöllin bláu.
Þúsundir í Nauthólsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Magnús Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er snilld. Langisandurinn hér á Akranesi iðar líka af lífi... kveðja vestur um haf.
Haraldur Bjarnason, 30.7.2008 kl. 17:18
Sjaldan svona þröngt setið niður á Virginia Beach en sú strönd teygir sig reyndar í margar mílur. Einnig mikill raki hjá okkur.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.7.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.