Kolefnisjöfnun hvað!!!

Þetta var náttúrulega frábært tækifæri til æfinga og ég vona að slökkviliðið hafi nýtt það til botns. Það er ekki á hverjum degi sem slökkviliðið fái að brenna heilu húsin til að sjá hvernig þau brenna og pæla í því hvernig eldurinn athafnast um húsið. Mikill lærdómur sem þarna hefur skapast...

En mér er hugsað til andrúmsloftsins þegar ég sé allan þennan svarta reik. Það er nú alltaf verið að passa uppá hvað megi brenna og að ekki eigi að brenna neitt í fjölbýli.
Auðvitað voru öll tilskilin leyfi veitt fyrir þessa uppákomu til að læra sem mest af þessari miklu reynslu sem skapast af því að brenna húsið.

Hvað ætli þessi bruni hafi leyst frá sér miklu eiturefnum í andrúmsloftið? Hvernig ætli það kæmi út að bera saman mengunina af þessum bruna og bílum í gangi á sama tíma. Þetta er bara eitthvað sem ég er púsla saman í mínum skrítna huga. Ég er viss um að kolefnisjöfnunarátak vestfjarða kolféll þarna á einu bretti ef þeir eru með það í huga. Það þarf að planta ansi mörgum trjám í staðinn til að jafna þetta upp.

Ég reikna þó passlega með að allt hafi verið rannsakað og skoðað til hlítar áður en þessi bruni var framkvæmdur í sambandi við mengun. 

En að öðru þá finn ég fyrir Sigurgeir sem fékk örugglega ekki að semja mikið um verðið á eigninni sinni. Verðið hefur pottþétt verið reiknað með gengi húsnæðisverðs sem var á þeim tíma í Bolungarvík en ekki haft í huga byggingarkostnað á nýju samskonar húsnæði.


mbl.is Dísarlandið brennur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er þetta með kolefnisjöfnunina. Ég og vinur minn hlæjum oft að því að hann þyrfti að kolefnisjafna reglulega því hann rekur svo hrikalega oft við - bara alveg eins og beljurnar sem framleiða ógrynni af metangasi sem eyðir ósonlaginu. Sem betur fer er allt grænt hér fyrir vestan - miklu grænna en í borginni svo við þurfum ekki að hafa neitt á samviskunni held ég ;)

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

mér finnst þetta nokkuð skemmtileg staðreynd þar sem að slökkviliðsmenn á ísafirði brenndu fyrir stuttu 2 blokkir og 2 raðhús í hnífsdal

Hermann Karl Björnsson, 25.7.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Já það er rétt hjá þér Martha, það er miklu grænna fyrir vestan og við viljum halda því þannig. Ekki rétt? 

Ég vann á Ísafirði í 4 ár og elska vestfirði enda er Skálavík og Bolafjall mínir uppáhalds staðir á landinu. Ef einhver snertir þá staði er mér að mæta hehe...

Ég var nú líka að gera smá grín að þessu kolefnisjöfnunardóti og skrifaði þetta með glott á vör en þó þarf að huga að þessu. Allt smátt telur og útlofunin okkar líka hvort sem hún kemur að aftan eður ei. En þetta hefur verið dágóður slatti af kolefnislosun sem að mínu persónulega mati var alveg óþörf. Kannski fóru nokkrir millimetrar af ósonlaginu bara vegna þessa.

Hemmi, það væri sniðugt að senda slökkviliðsmenn frá Reykjavík til þjálfunar fyrir vestan  

Jæja ég bið að heilsa öllum fyrir vestan...

Björn Magnús Stefánsson, 25.7.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Magnús Stefánsson

Höfundur

Björn Magnús Stefánsson
Björn Magnús Stefánsson

Ég er brottfluttur námsmaður sem fylgist gaumgæfilega með málunum heima. Ég er með fréttafíkn og leyni aldrei á skoðunum mínum.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband