28.7.2008 | 16:28
Lögreglan er of væg!!!
Stopp nú... Ég ætla að endurtaka mig enn og aftur...
Það er vaninn að lögreglan tekur síðan bara skírslur af fólkinu og sleppir því lausu svo það geti hlaupið uppá fjall aftur.
Veit einhver hver viðurlögin eru við að hlíða ekki skipun lögreglunar? Hvað myndi gerast ef ég stoppa ekki þegar Lögreglan er að taka mig fyrir of hraðan akstur?
Löglegan gaf fólkinu ákveðin tíma eftir að hún gaf skipanir áður en hún tók til verka, er yfirvaldið hrætt við að fá kvartanir um að of hart sé tekið á fólkinu? Saving Iceland er að þverbrjóta lögin og gerir hvað sem því dettur í hug og kemst ákveðið langt upp með það án frekari viðurlaga. Lögreglan á að vaða til verks og stoppa fólkið eins og hún gerir þegar einhver keyrir of hratt eða er að brjóta lögin. Hver líður það að fólkið geti stöðvað rándýra vinnu og haldið einhverjar áróðursfyrirlestur fyrir verkamenn.
Saving Iceland ber alla ábyrgð á þessum skrípalátum og ætti að bæta upp allan kostnað af vinnutapinu. Ég kvet þá sem
Ég velti því oft fyrir mér af hverju Lögreglan tekur svona ljúft á þessu fólki. Er ekki hægt að sekta fólkið stórsektum, loka það inni í ákveðin tíma og setja það á sakaskrá?
Sjö mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.7.2008 | 15:24
Lögreglan er of væg!!!
Það er vaninn að lögreglan tekur síðan bara skírslur af fólkinu og sleppir því lausu svo það geti hlaupið uppá fjall aftur.
Veit einhver hver viðurlögin eru við að hlíða ekki skipun lögreglunar? Hvað myndi gerast ef ég stoppa ekki þegar Lögreglan er að taka mig fyrir of hraðan akstur?
Löglegan gaf fólkinu ákveðin tíma eftir að hún gaf skipanir áður en hún tók til verka, er yfirvaldið hrætt við að fá kvartanir um að of hart sé tekið á fólkinu? Saving Iceland er að þverbrjóta lögin og gerir hvað sem því dettur í hug og kemst ákveðið langt upp með það án frekari viðurlaga. Lögreglan á að vaða til verks og stoppa fólkið eins og hún gerir þegar einhver keyrir of hratt eða er að brjóta lögin.
Ég velti því oft fyrir mér af hverju Lögreglan tekur svona ljúft á þessu fólki. Er ekki hægt að sekta fólkið stórsektum, loka það inni í ákveðin tíma og setja það á sakaskrá?
Sjö handteknir á Hengilsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2008 | 14:15
Þú veist að það er 2008 ef.....
1. Þú ferð í Partý og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú féllst fyrir þessu...
Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En... ef þú bíður of lengi, mun það ekki skipta neinu því hverjum er ekki sama svona lista? En vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2008 | 05:50
Stopp nú!!!
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar
Ráðast á friðhelgi fólks með því að berja hús Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar að utan og vera með háreisti. Á maðurinn ekki börn og fjölskyldu, nú eru þið kominn á botninn í mínum huga og gengið 4 skrefum of langt
Mér finnst að lögreglan sé kominn með nógu mikið að ástæðum til að stoppa þessa hryðjuverkastarfsemi sem kallar sig Saving Iceland í eitt skipti fyrir öll. Það má líkja þessum samtökum við Alkieda, munið eftir því í fyrrasumar þegar skrípalíngarnir réðust inná Hönnun á Reyðarfirði og læsti fólk þar inná skrifstofu sem var ekkert annað en mannrán.
Hvernig endaði það mál eiginlega, mér finnst að einhver eigi að verða fangelsaður. Yfirvöld eiga að taka miklu harðar á þessu máli
Mótmælaaðgerðum lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 17:06
Kolefnisjöfnun hvað!!!
Þetta var náttúrulega frábært tækifæri til æfinga og ég vona að slökkviliðið hafi nýtt það til botns. Það er ekki á hverjum degi sem slökkviliðið fái að brenna heilu húsin til að sjá hvernig þau brenna og pæla í því hvernig eldurinn athafnast um húsið. Mikill lærdómur sem þarna hefur skapast...
En mér er hugsað til andrúmsloftsins þegar ég sé allan þennan svarta reik. Það er nú alltaf verið að passa uppá hvað megi brenna og að ekki eigi að brenna neitt í fjölbýli.
Auðvitað voru öll tilskilin leyfi veitt fyrir þessa uppákomu til að læra sem mest af þessari miklu reynslu sem skapast af því að brenna húsið.
Hvað ætli þessi bruni hafi leyst frá sér miklu eiturefnum í andrúmsloftið? Hvernig ætli það kæmi út að bera saman mengunina af þessum bruna og bílum í gangi á sama tíma. Þetta er bara eitthvað sem ég er púsla saman í mínum skrítna huga. Ég er viss um að kolefnisjöfnunarátak vestfjarða kolféll þarna á einu bretti ef þeir eru með það í huga. Það þarf að planta ansi mörgum trjám í staðinn til að jafna þetta upp.
Ég reikna þó passlega með að allt hafi verið rannsakað og skoðað til hlítar áður en þessi bruni var framkvæmdur í sambandi við mengun.
En að öðru þá finn ég fyrir Sigurgeir sem fékk örugglega ekki að semja mikið um verðið á eigninni sinni. Verðið hefur pottþétt verið reiknað með gengi húsnæðisverðs sem var á þeim tíma í Bolungarvík en ekki haft í huga byggingarkostnað á nýju samskonar húsnæði.
Dísarlandið brennur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2008 | 19:20
Reiði í umferðinni!!!
Það er ekkert sem réttlætir þessa keyrslu og ég er viss um að allir sem hafa orðið vitni að þessu hafi fengið reiðihroll og bölvað vænlega.
Reyndar bera allir hnefann við skjáinn hjá mér sem sjá þetta myndband, en af hverju?
Þegar ég sé svona svívirðilega keyrslu ökumanna á íslenskum vegum þá næ ég alltaf að stjórna reiðinni með ákveðnu hugarfari. Því við vitum aldrei nema þessi ákveðni ökumaður sé á leið að slysstað þar sem einhver nákominn hefur stórslasast og sé kannski við dauða kominn.
Myndum við ekki gera það sama ef við hefðum fengið slæmar fréttir og þyrftum að komast á einhvern stað í hvelli þ.e.a.s. keyra of hratt og kannski taka óþarfa sénsa bara til að verða fljótari. Ég myndi gera það... Það sem ég er að reina að segja er að oft þá dæmum við of fljótt og álítum fólk brjálæðinga án þess að hugsa til þess að þetta gæti verið tilfellið. Hvernig kemur það okkur við hvort þessi ökumaður sé að keyra svívirðilega eða ekki, myndum við fyrirgefa honum ef einhver nákominn hans væri látinn.
Ég ætla að taka fram að ég er bara að reyna að fá þig til að hugsa pínulítið útfyrir boxið og ekki dæma aðra ökumenn of fljótt ef þeir brjóta á þér og eyðileggja góða sumarskapið.
Þó er ég viss um að í 95% tilfellanna er þetta beinn ruddaskapur eða tillitsleysi en hver veit?
Það er samt alveg kraftaverk að ekkert hafi gerst fyrir þennan ökumann sem tók þennan mikla séns á myndbandinu. Ég vona að hann hafi tekið þennan gríðarlega séns til að sjá síðasta andadrátt einhvers nákomins, en ef ekki þá er þetta gríðarlega heimskur ökumaður. Afsakið orðbragðið...
Vona að þið skiljið hvað ég er að fara hérna...
Hættulegur framúrakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Björn Magnús Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar