ENDA BÖLVAÐIR ÞJÓFAR

Ég skora á þig lesandi góður að lesa þetta og hugsa...

Ég skil svo sem mjög vel að þeir hafi fengið allan þennan hagnað miða við fíflaganginn sem ég varð fyrir hjá þeim um daginn. Reyndar þá hefur mig alltaf líkað vel við Icelandair og flogið frekar með þeim þó að ég þurfi að borga aðeins meira, en nú fékk ég nóg.

Ég var að kaupa mér flug frá Keflavík til Köben og skoðaði flugin hjá Icelandair og Icelandexpress. Flugið hjá Icelandair kostaði 43.000 krónur en flugið hjá Icelandexpress 12.900 krónur svo að það var umtalsverður munur sem ég komst varla hjá með að hunsa.

Þá datt mér í hug að nota flugpunktana mína sem ég hef safnað útfrá kreditkortinu mínu og fann út að ég átti yfir 80.000 punkta en flug kostar aðeins 38.000 punkta.

Svo þegar ég hringdi í Icelandair voru stúlkurnar ekkert nema yndið og bókuðu mig með glöðu geði en sögðu að ég yrði að borga 20.000 krónur fyrir flugvallaskatta og önnur gjöld. PLÚS það að nota alla þessa 38.000 punkta. Biddu hvernig má það þá vera að ég get flogið með Icelandexpress fyrir 12.900 krónur og innifalið í því eru öll gjöld og flugvallaskattar. Fyrir mér þá meikar þessi útreikningur ekki alveg sence og það er alveg auglóst að það er verið að pranga mann.

Þess vegna hefur Icelandair núna misst einn af frekar traustum viðskiptavini.


mbl.is Tekjur Icelandair Group 72 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Depill

Björn SHIT!, eitt gott ljós virðist vera birtast íslendingum eftir vonda hrinu og þú virðist vera staðráðin í því að drepa hana. Það er þekkt hjá báðum flugfélögunum að það eru bara x mörg sæti sem kosta til tölulega lítið.

Ég skal lofa þér að ég get fundið fyrir þig öfuga sögu bara með því að leita að flugi á vefnum þeirra. Ég er ennþá tryggur viðskiptavinur Icelandair, þrátt fyrir að hafa fundið nokkru sinnum ódýrara flug með IE, en ég hef líka fundið öfugt.

Ég segi bara til hamingju Icelandair, gott að fá ljósan punkt eftir vonda viku.

Depill, 12.10.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Calvín

Sjáum ljósið í myrkrinu.

Calvín, 12.10.2008 kl. 20:45

3 identicon

Alveg sammála Depli. Sérstaklega þegar Iceland Express er barnið hans Pálma Haraldssonar sem er búinn að leika sér með peninga landsmanna með Hannesi Smárasyni. Ekki ætla ég að versla flugmiða af Iceland Express aftur ever!! 

Stefán (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:10

4 identicon

Flugleiðir eru fínt flugfélag og alltaf gott að fljúga með þeim.  Þetta punktadæmi hefur hins vegar alltaf verið hálfgert svindl frá upphafi og það er bara eins og það er - síðan hvenær eru svona punktakerfi að virka fyrir kúnnann (sbr. þessi bensínstöðvapunktakort) ?

 Annars mæli ég með því að gera það sem við hjónin höfum gert - notaðu punktana þína fyrir hótelgistingu á Icelandair hóteli.  Fyrir ein jólin fórum við á Hótel Loftleiðir eina nótt og næstu jól á Hótel Sögu. Það er voða gaman að breyta til og fara á hótel í eigin heimabæ... og þar gilda punktarnir 100% fyrir gistingunni - engin auka gjöld!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:58

5 identicon

Að fyrirtæki eins og Iceladair og Össur komi með tilkynningu um auknar tekjur í verðlausum ISK þegar þessi fyrirtæki gera mest viðskitpi í erlendum gjaldmiðlum er nútturlega bara djók! Þeir fá tvisvar sinnum fleiri krónur núna fyrir hvern $.

Og hvaða gengi nota þeir? Ef þeir geta fundið banka einhvernstaðar sem gefur þeim 200kr fyrir hvern $ þá hjóta þeir að meiga nota þá tölu!!

Ég veit að allir vilja heyra góðar fréttir og þær munu koma en þetta eru ekki þær, þetta er bara tilraun til að blekkja okkur! Fjármálamenn hafa blekt okkur lengi núna og þeir eru greininlega enþá að reyna! Látum þá ekki komast upp með það!

Mr Ice (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Magnús Stefánsson

Höfundur

Björn Magnús Stefánsson
Björn Magnús Stefánsson

Ég er brottfluttur námsmaður sem fylgist gaumgæfilega með málunum heima. Ég er með fréttafíkn og leyni aldrei á skoðunum mínum.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband