Hvirfilbylur teygði sig til Chicago!!!

Ég er viss um að þetta var ekki sami stormurinn og hjá þeim í Texas. En í gærkvöldi sló þruma úr heiðskíru lofti og hvirfilbylur sveipaðist hér yfir Chicago. Hann náði á nokkrum stöðum til jarðar þar sem hann olli miklum semdum á mannvirkum og eigum hjá fólki. Tré rifnuðu upp með rótum og eldingar klufu tré víðsvegar. 

Ég brá mér út í smá göngutúr í gærkvöldi þegar það lægði, mér finnst rosalega tignarlegt að sjá náttúruna taka svona hörðum höndum öðru hvoru. Það voru þrumur og eldingar eins og það væri heimsendir, ég lýsi rigningunni eins og ég stæði undir Seljalandsfossi. Þetta er alveg ótrúlegt enda urðu allar götum að fljótandi ám, þvílíkt vatnsmagn...



Þegar ég var á leið í lestina í morgun sá ég fjöldann allan af trjám sem lágu þversum á vegunum, klofin tré eins og eru sýndar á myndunum. Ég stökk út þegar það kom smá pása í verðinu, veit ekki hvort við höfum verið í auganu eða eitthvað svoleiðis en það kom smá glufa. Um leið og ég steig inn um dyrnar kom hvellurinn aftur...
Það jafnast ekkert á við að standa úti og horfa á þessi ósköp duna yfir, en sem betur fer urðu engin mannsföll.

Ég bið að heilsa í bili.. ég tók sumar myndirnar í myndbandinu hinar stal ég af Chicago Trubine sem er svona MBL hjá okkur.

Kær Kveðja í veðurblíðuna heima...


mbl.is Mikið úrhelli en litlar skemmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Alltaf fjör í the Windy City þó svo hún sé ekki svo nefnd útaf rokinu...  þetta er búið að vera óvenju stormasamt sumar hérna í norður-miðvestrinu...sennilega útaf legu háloftavinda.  Man ekki eftir jafn mörgum tornado-um hér í Minnesota undanfarin 6 ár...þetta jafnast nánast á við vor í Oklahoma (Tornado Alley) þar sem ég bjó áður.

Það er alltaf eitthvað heillandi við svona veður.

Róbert Björnsson, 6.8.2008 kl. 03:26

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Sá þetta í fréttunum. Engin smá læti hjá þér. Rétt eins og himin og jörð væru að farast. Við bjuggum áður í Dayton, Ohio svo ég kannast við svona veðurham.  Man sérstaklega eftir einu sinni þegar mamma og pabbi voru í heimsókn hjá okkur og við vorum á leið út að borða. Rétt áður en við komum að matstaðnum skall á rosalegt úrhelli með miklum eldingum og látum. Við vorum eins og gegnblautar tuskur þegar inn var komið og mikið hlegið. Hreint ótrúlegt hvað hægt er að kreista úr þessum skýjum.

Róbert, sonur minn var að flytja til St.Paul MN. svo við eigum örugglega eftir að fara á þínar slóðir.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 6.8.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Magnús Stefánsson

Höfundur

Björn Magnús Stefánsson
Björn Magnús Stefánsson

Ég er brottfluttur námsmaður sem fylgist gaumgæfilega með málunum heima. Ég er með fréttafíkn og leyni aldrei á skoðunum mínum.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband